Uppáhalds vörur Elínar, hundasnyrtis hjá Dekurdýrum

Elín er hundasnyrtir hjá okkur og elskar að vinna með dýrum. Hún er lærður hundaþjálfari og sjúkraþjálfi fyrir hesta og hunda.

Elín á þrjá hunda Roxy, Lexy og Drama sem eru Shetland Sheepdog, Rough Collie og Papillon, en hefur einnig átt Beagle og Schäfer.

Hverjar eru uppáhaldsvörurnar hennar Elínar?

Always Your Friends Deep Cleaning Shampoo er uppáhalds fyrstu umferðar shampooið mitt, bæði í hunda, hesta og fólk! Þrífur bara ótrúlega vel!

Síðan Plush Puppy Natural Conditioning Shampoo with Evening Primerose, finnst geggjuð lykt af því, þrífur vel, nærir og gefur feldinum góðan glans. Það er mikið notað hér à milli sýninga.

Plush Puppy Shine and Comb er uppáhalds finishing spreyjið mitt, góð lykt og fallegur gljái bæði hjá hestum og hundum.

Always Your Friends Wonder Detangler spreyið er frábært í flækjurnar!

Show Tech Twin Flex Slicker – besti burstinn hvort sem er í flækjur eða hversdags!