Starfsfólk Dekurdýra og uppáhalds vörurnar þeirra: Uppáhaldsvörur Ástu Maríu verða á 15% afslætti út vikuna
Við byrjum á Ástu Maríu, öðrum eiganda Dekurdýra. Hún er búin að vera að rækta og snyrta hunda í rúm 20 ár og hefur átt hinar ýmsar tegundir af mismunandi feldgerðum. Hún hefur átt afghan hound, bichon frisé, havanese, papillon/phalene, pomeranian, poodle og saluki. Eina feldgerðin sem hún hefur ekki prófað að vera með á heimilinu er strýhært en nú snyrtir hún orðið svo marga strýhærða dachshound að henni finnst næstum eins og hún eigi einn :p Ásta María er búsett í Svíþjóð en er dugleg við að heimsækja okkur reglulega í Dekurdýr.
En hverjar skyldu vera uppáhalds vörurnar hennar?
Það er erfitt að velja uppáhalds shampoo og næringu þar sem það er misjafnt hvað ég nota eftir mismunandi feldgerðum. En ég set alltaf tvær umferðir af shampoo í hundana sem ég baða og stundum blanda ég saman…þeir sem þekkja mig vel vita að ég ELSKA að búa til mínar eigin blöndur! En það shampoo sem ég nota nánast alltaf í fyrstu umferðina í baðinu er deep clean frá Always your friends. Svo er ekki hægt að sleppa því að minnast á whitening shampoo frá Plush Puppy því ég hef ekki prófað betra hvítunarshampoo og ég er búin að prófa allt sem ég kemst yfir síðustu 20 árin!
Svo valdi ég fjórar vörur sem hjálpast að við að halda feldnum í toppstandi, mjög erfitt að velja bara eina en ef ég neyddist til að velja eina vöru sem væri sú eina sem ég fengi að halda eftir í lífinu þá held ég að það yrði Hydration boost frá Always Your Friends. Algjörlega magnað grooming sprey og ekki bara gott fyrir feldinn heldur líka húðina. Nauðsynlegt þegar ég bursta yfir hundana fyrir sýningarhringinn sem og ef ég geri það milli baða.
Flækju spreyið frá þeim, Wonder spray detangler er líka það allra besta sem ég hef prófað í erfiðar flækjur!
Frá Plush Puppy á ég líka tvær allra uppáhalds vörur og þær vinna svolítið saman, aftur, eitthvað sem ég elska að blanda. Ég nota þessa blöndu yfirleitt sem lokaumferðina í baðinu og skola ekki úr. Það er líka hægt að láta hundinn liggja í þessari blöndu í bala/baðkari fyrir extra góða næringu á feld og húð. Annars blanda ég oftast í fötu eða flösku og helli yfir hundinn. En þetta eru vörurnar Seabreeze oil og Reviva coat. Þetta er eitthvað sem má nota í allar feldgerðir, m.a.s strýhært því þetta hvorki mýkir né sléttir feldinn. Ef þið viljið líka slétta feldinn bæti ég út í blönduna Blow dry cream. Það þarf rosalega lítið af hvorri vöru í hvert sinn og sérstaklega af olíunni.
Seabreeze olían gefur feldinum glans, raka og næringu og Reviva coat nærir einnig feldinn, byggir hann upp, auðveldar flækjuburstun og minnkar líkur á flækjumyndun milli baða.
Uppáhalds burstinn minn er tvöfaldi slickerinn frá show tech, get notað hann í næstum allt, hann gefur eftir og er með tvo stífleika, gráa hliðin til að bursta dags daglega, svarta hliðin ef það eru flækjur. Ég þarf varla annan bursta eftir að ég kynntist þessum og ekki verra að hann er á mjög góðu verði og endist ótrúlega vel!
Ég á enga uppáhalds greiðu, það fer eftir því hvaða tegund ég er með hvaða greiðu ég nota en myndi segja að ég noti stálgreiðu með 80/20 skiptingu mest og ekki verra ef hún er með fallegu og helst bláu handfangi!