Hvað er gott að hafa með á hundasýningu

Nú eru einunings nokkrir daga í haustsýningu HRFÍ og langaði mig þess vegna að deila með ykkur hvaða vörum úr Dekurdýrum ég get ekki verið án þegar ég er á sýningum.

Ég heiti Elis (ekki með í) og er verslunarstjóri Dekurdýra, og hef verið að sýna hunda síðan 2005-2006 og hef sýnt ótal ólíkar tegundir af öllum stærðum bæði hér á Íslandi og í Kanada, Danmörku og núna síðast í Rúmeníu. Hér eru þær vörur sem ég er alltaf með í snyrtitöskunni þegar ég mæti á sýningar.

Af öllum þeim vörum sem ég mun telja upp þá er „PLUSH PUPPY WONDER WASH“ sú var mér finnst mikilvægust að sé alltaf handæg því við vitum aldrei hvenær við lendum í óhöppum og feldhundurinn okkar fær illt í magann, stígur í drullupoll eða eins og staðan var hjá mér í sumar, með tík á bullandi lóðaríi og med hvítan síðann feld. „PLUSH PUPPY WONDER WASH“ er frábært sjampó í úðabrúsa sem ekki þarf að skola úr. Því er bara úðað á þau svæði sem þarfnast hreinsunar og þurrkað með handklæði. Sjampóið er fjólublátt svo það virkar einstaklega vel á hvítann feld en er hugsað fyrir alla liti og feldgerðir.

Flestir hundar elska að fá nammi eða lítil verðlaun þegar þeir standa sig vel í hringnum og þá er „PLATINUM CLICK-BITS CHICKEN + LAMB“ í miklu uppáhaldi bæði hjá mér og þeim hundum sem ég sýni. Nammið er í mjög þægilegri bitastærð sem hentar vel miðlungs og stærri stærðum af hundum en fyrir þá minni er mjög einfalt að brjóta bitana í smærri einingar. Það sem stendur upp úr fyrir mér er að nammið er ekki bara gómsætt en þá inniheldur það einungis hágæða hráefni og er hugsað að hægt er að nota það nokkuð ópart, en ráðlagur dagskammtur eru 30-40 bitar á hver 10 kg hundsins.

En ef þig vantar nammi sem er smærra hefur „TREAT EATER‘S MINI MIX PACK“ verið að sækja í hjá mér. Þú getur keypt combo pakka með öllum þreumur útgáfunum eða keypt staka dollur með uppáháldspróteini hundsins þíns. Ég og Prada (Min. Schnauzer) erum mjög hrifinn af öndinni, en hægt er einng að fá kjúkling eða fisk.

Fyrir gormana sem eiga erfitt með að halda athygli í lengri tíma þá er ég alltaf með „SHOW TECH SQUEAKY FUR MOUSE TOY“ í rassvasanum. Þetta er loðinn tísta með lítið skott sem lítur út eins og spennandi leikfang og hefur reynst mér oft vel til þess að ná sambandi við hvolprassgat sem langar bara að leika við hina hundana í kring frekar en að einbeita sér að sýningunni.

Svo verðum við öll þyrst en að burðast með vatnskálar eða reyna setja þær einhvers staðar sem ekki verður hellt úr þeim getur verið erfitt í öllum látunum og í takmörkuðu plássi á sýningarsvæðum. „TIGHTWAVE AUTO DOG MUG“ er þá snilldarlausn, ekki bara fyrir sýningar heldur í lengri göngur og útiveru þar sem vatn er ekki auðsótt. Þú fyllir bara flöskuna með vatni og þegar það kemur að því að hundurinn er orðinn þyrstur þá þrýstir maður flöskuna og tappinn sem er einnig hannaður sem vatnskál fyllist að vatni.

(Einungis fáanlegt í verslun okkar á Dalvegi 18)

Fyrir feld hunda sem þurfa alltaf smá „fluff“ áður maður stígur inn í hringinn þá er „DOGGYMAN SLICKER“ mitt fyrsta val þegar það kemur að handægum slicker sem hentar í flest verkefni sem við þurfum hann í.

Að lokum er ég alltaf með „LEUCILLIN“ í snyrtitöskunni. Þetta er einstaklega handægur sótthreinsandi úði sem er frábær í að halda minni sárum og skrámum hreinum. Það frábæra við „LEUCILLIN“ er að það svíður ekki efitr að hafa verið borið á sárið og varan má nota á öll spendýr, t.d. okkur sjálf þegar við lendum í litlum óhöppum.

Allar* þessar vörur verða á 15-50% afslætti fram á sýningu.

Ég hlakka til að sjá ykkur annað hvort í búðinni eða á sýningunni um helgina.
Gangi ykkur öllum sem allra best!

*LEUCILLIN verður ekki á afslætti.