Leucillin er öflugur, eiturefnalaus og sótthreinsandi sáravökvi án ertandi efna sem má nota á öll spendýr. Vinnur í sátt við nátturlegar varnir líkamans með hypochlorus (HOCl) sem er náttúrulega framleitt af hvítu blóðfrumunum líkamans.
Efnið virkar nánast við snertingu og er óhætt að nota á viðkvæm svæði eins og minniháttar sár og skurði. Efnið er algjörlega skaðlaust ef það er innbyrt, t.d. ef dýrið sleikir svæðið.
Með því að nota leucillin má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir óþarfa sýklalyfjanotkun þar sem leucillin virkar um 99,999% gegn bakteríum.
Fyrir hámarks virkni: spreyjaðu beint á svæðið eða í bómul til að bera á viðkvæmari svæði.
Leucillin er laust við öll bannefni undir FEI í hestaheiminum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.